fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Ekki var mér farið að lítast á þegar ég var beðinn um að mæta hálf sex á morgnana í stað sex. En nú þegar ég á að mæta rétt upp úr fimm er mig farið að gruna að brátt muni ég járngervast í fiskvinnsuvél sem vinni allan sólarhringinn.

Ýmislegt bendir til þess að ég hafi ekki gefið þjóðverjanum sem er bóndi nægan gaum í byrjun. Ég hef verið að taka eftir því að hann virðist vera í sínum eigin hugarheimi á stundum. Stundum tekur hann t.d. upp á því að þykjast vera fimm ára í vinnunni, eða þá að verða ofboðslega hissa á því að sjá fisk koma út úr einhverri fiskvinnsluvélinni.
Svo sagði mér eigandi gistiheimilisins sem hann býr á að kvöld eitt þegar hann þurfti að fara og biðja þjóðverjann um aðeins snyrtilegri umgengni, þá hafi hann snarstansað við herbergisdyrnar því þar fyrir innan hafi þjóðverjinn verið að æpa ókvæðisorðum að sjálfum sér, og á þýsku auðvitað.

Bæjarferðin um síðustu helgi tengdist tónlistarprósjekti og hugsanlegri ferð til Frakklands. Meir um það síðar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

yndislegt. eða tút du la frút eins og frakkinn segir (með hvítlauk uppí rassinum

25 febrúar, 2005 08:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki er vel farið með þig. Hitt er þó annað mál.

02 mars, 2005 19:47  

Skrifa ummæli

<< Home