miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Björninn á heygrindinni

Björn hafði eitt sinn lagzt í híði í útihlöðu á prófastssetri. Að vetrarlagi sendi prófasturinn vinnumann sinn til hlöðunnar, og er hann kom að henni, sneri hann hestinum við hlöðudyrnar. Með heykvíslinni fór hann að moka heyinu upp á heygrindina. En í fyrsta skipti sem hann stakk kvíslinni í heyið, rak hann hana í björninn, sem hafði grafið sig niður í það. Björninn rauk upp. En þegar hann þaut út, stóð heygrindin beint fyrir framan dyrnar og björninn lenti í henni. Hesturinn var fælinn, prjónaði og hentist heimleiðis á harðastökki. Björninn varð að þrífa í grindina til að halda sér föstum og þarna stóð hann á tá fremst í grindinni, meðan hesturinn þaut áfram.
Á leiðinni mættu þeir prestinum, sem bauð góðan dag. En björninn virtist ekki taka eftir neinu, þó að presturinn héldi að hann væri prófasturinn. Prestinum þótti miður og hugsaði:
- Hvernig liggur í því, að prófasturinn skuli vera á svo mikilli ferð að þegar maður býður góðan dag tekur hann ekki undir og ekur eins og óður væri!
Rétt á eftir kom hringjarinn gangandi. Hann bauð líka góðan dag, því að hann þekkti hestinn, og hélt að þarna væri prófasturinn á ferð. En björninn svaraði ekki, lét sem minnst á sér bæra og var lafhræddur, þar sem hann stóð og hélt sér í grindina með hrömmunum.
Að lokum mættu þeir hreppstjóranum á veginum. Hann bauð og góðan dag, eins og vanalegt var, en björninn svaraði ekki, murraði bara svolítið um leið og hann þaut framhjá.
- Hvert er virðulegur prófasturinn eiginlega að fara, hugsaði hreppstjórinn furðu lostinn, - þegar hann hefur ekki tíma til að taka undir og ekur eins og hann hefði sleppt sér!
Prófasturinn var í stofu sinni, þegar hann sá hestinn renna inn í húsagarðinn. Hann hélt að það væri landshöfðinginn og furðaði sig á, hvar vinnumaðurinn hefði tekið hann upp. Prófasturinn þaut út til að taka á móti gestinum. Hann hneigði sig og bauð góðan dag. Björninn þóttist ekki einu sinni heyra og stóð þarna hálf vitstola af hræðslu. Prófasturinn hneigði sig svo lengi fyrir landshöfðingjanum að vinnumanni hans þótti nóg um og sagði:
- Þetta er björn!
Og svona lék björninn á alla höfðingjana í þetta skiptið. Þeir héldu hann vera landshöfðingja og prófast, og að lokum var hann björn, björn eins og hann líka var.
( Finnsk Ævintýri;
útg. Prentsmiðjan Leiftur hf,
Reykjavík 1977)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Á að vera einhver boðskapur með þessari sögu? eða vantaði þig efni til að skrifa um, eru engir skrítnir í vinnunni lengur
kv. skarpi

23 febrúar, 2005 22:51  
Blogger grunar said...

Hún er bara stórskemmtileg, og ég vildi fá að deila henni með þeim sem ég elska.

24 febrúar, 2005 18:41  
Blogger yanmaneee said...

goyard bags
yeezy shoes
golden goose shoes
golden goose outlet
goyard bags
goyard tote
moncler jackets
goyard handbags
yeezy supply
golden goose sneakers

27 mars, 2020 10:51  

Skrifa ummæli

<< Home