föstudagur, janúar 28, 2005

Það kom til mín lítill og skrítinn karl um sextugt. Hann gerði tilraun til að spjalla. Hann spurði hvort ég kæmi úr bænum og þess háttar.Hann virkaði óöruggur og starði mikið á gólfið. Eftir um smá stund sagðist hann kannast svolítið við stígvélin sem ég hafði á mér. Hann sagðist eiga þau. Ég bar af mér allar sakir, sagði honum að verkstýran hefði klætt mig upp með alls kyns samtíningi úr fatageymslunni. Næsta dag kom aftur til mín sami karl. Þá sagði hann mér að, ef ég vildi, þá mætti ég kaupa af honum sígvélin á hálfvirði. Því ef ég léti verkstýruna panta fyrir mig stígvél kostuðu þau 5000kr. Hugsandi um aurinn sló ég til, enda um reifarakaup að ræða. En svona eftir á get ég ekki varist tilhugsuninni um að ég hafi verið hafður að fífli.

Af öðru, þá braut ég smá stykki úr vinnustaðnum með því að keyra beint á vegg.