mánudagur, janúar 31, 2005

Sjálfsmynd mína hef ég verið að reyna sjá úr augum annarra. Samkvæmt vinum mínum er annars vegar erfitt að sjá mig fyrir sér á hjóli, sem þýðir að ég hjóla ekki, og hins vegar ef það væri spunnið upp samfélag bara með vinahópi okkar þá fengi ég hlutverk kaupmannsins. Ég er kapitalisti! Nú þegar er ég farinn að tortryggja sjálfan mig, því í mínum huga finnst mér gaman að hjóla og ég fyrirlít fólk sem selur. ( Hugmyndir sem endurspegla sjálfsmynd mína eru vel þegnar í comments-dálkinn).

Nóg af tilvistarkreppu.
Ég ætlaði að hætta vera flínkur. Þá verð ég að setja stassetningarvillu hér inn.

Setningar sem ég hef gripið úr lausu lofti í vinnunni:
,,klukkan á veggnum er tvem mínútum of sein miðað við klukkuna í útvarpinu"
,,all my jokes come from silly cartoons"
,,hope is the last thing to go"

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Veit ekki alveg með kaupmanninn...

Ef þú værir kaupmaður værirðu eins og Herra Ibrahim í Herra Ibrahim og blóm Kóransins (Eric-Emmanuel Schmitt)...
Herra Ibrahim er yfirvegaður arabi sem stendur nánast aldrei upp og bara situr og situr allan daginn í hornbúðinni sinni... ákveður svo einn daginn að kaupa bíl og keyra þvert yfir heiminn....

...eini kaupmaðurinn sem mér dettur í hug...

zven...

01 febrúar, 2005 10:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit náttúrulega bara hvaða mynd ég hef af þér, en þekki ekki þína sjálfsmynd og verð því að giska og spekúlera. Ætli þú hafir ekki m.a. þá sjálfsmynd af sjálfum þér, þegar þú lítur í spegil, að þú hugsar "ef ég vildi gæti ég látið geisla af mér fegurð, en ég þarf ekki á fegurð að halda heldur þarf ég bara að haga mér þannig að vinir mínir verndi mig og klappi eins og ég væri gimsteinn".

Níels.

01 febrúar, 2005 15:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Gummi minn. Þú misskilur þetta. Þú áttir aldrei að eiga búðina þannig að þú yrðir eftir sem áður eins konar verkamaður, launþegi í það minnsta. En það yrði ekki mikið að gera í búðinni,.. og þú svo spakur eins og pólsku píurnar sögðu, þannig að þú gætir rölt um búðina ,,þína" á inniskónum með kaffibollann, sest niður við kassann með bók...
Ég sé þetta alveg fyrir mér. Svo kæmi fólk inn að versla og þá væri tekið á spjall við kallinn með kaffibollann. Þú yrðir kallaður kallinn með bollann eða kallinn með kaffið. Það er kannski betra. Stuðlað. Þú mátt velja.

11 febrúar, 2005 14:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir útskýringuna. Það var eins og ský drægi frá sólu. Nú líst mér ekki eins illa á hugmyndina!

11 febrúar, 2005 17:36  
Blogger yanmaneee said...

converse outlet
balenciaga sneakers
kyrie 5
moncler
converse shoes
louboutin outlet
hermes belt
louboutin
outlet golden goose
retro jordans

27 mars, 2020 10:58  

Skrifa ummæli

<< Home