Það hefur komið fyrir að ég hafi stolið.
Ég var 6 eða 7 ára þá. Ekkert var í veröldinni mikilvægara en kábojbyssur, og þær seldi Leikbær. Einn leikfangakassinn þar innihélt, til að mynda, tvær byssur og hvellettur. Tilvalið fyrir góða vini. Í marga daga suðaði ég um þennan kassa í pabba. Ég vissi að þessi kassi var lykillinn að velgengni í hverfinu. En alltaf var svarið það sama: Nei!
Svo var það einn morguninn að ég vaknaði fyrstur allra. Læddist fram í eldhús, klifraði upp á borð og teygði mig í veski upp á ísskáp. Þennan morgun var veskið óvenju úttroðið. Það geymdi þrjátíu þúsundkalla, í það minnsta, og kassinn minn kostaði bara einn! Verðið vissi ég upp á hár eftir ótal ferðir í Leikbæ, bara til að skoða allt og góna á kassann - 1000kr. Veskið fór aftur upp á ísskáp, örlítið léttara.
Úti á túni, fyrir framan blokkina mína, var fyrsti hverfisgemlingurinn á fætur að leik. Strákur að nafni Aron. Ég hljóp til hans og sagði honum með æðibunugangi að pabbi hefði gefið mér þúsundkall og nú ætlaði ég í Leikbæ. "Þúsundkall!?! -kreisti hann út og slóst með í för.
Í minningunni valhoppum við tveir inn í Leikbæ. Ég slengi peningum á borðið og bendi á kassann minn. Þetta var svo sannarlega dagurinn sem allt mitt líf hafið gengið út á. "Ertu alveg viss um að foreldrar þínir leyfi þér að kaupa svona dýrt dót?" - spurði konan á bak við borðið, og ég svaraði um hæl, "Auðvitað!", - stórhneikslaður á því að hún skildi efast um örlæti pabba míns, "Þau eiga helling!".
Í hjólageymslunni í blokkinni tökum við Aron upp úr kassanum, hlöðum hvellettunum í byssurnar og hlaupum út. Nú í dag grunar mig að þetta hafi í raun verið rásbyssur sem keyptum, því ekki hafði nema einu skoti verið hleypt af þegar fyrir hornið kemur askvaðandi krakkahópur, með bróður minn í fararbroddi. Krakkaskríllinn bendir á mig og beinir orðum sínum til Arons, "Hann stal pening frá pabba sínum!". Aroni greyinu verður við eins og byssa hans logi af hreinsunareldinum. Hún flýgur hátt upp í loft og lendir á túninu um það leiti sem Aron kemur sér fyrir aftast í þvögunni. Ég ligg í, að mér finnst, tíu metra djúpri holu og horfi upp til krakkanna allt í kring um mig.
Það undraðist ég þó mest að engar skammir fékk ég frá pabba. Þess í stað fékk ég að heyra yfirvegað tal um heiðarleika og gildi peninga. Byssunum fékk hann skilað.
Ég var 6 eða 7 ára þá. Ekkert var í veröldinni mikilvægara en kábojbyssur, og þær seldi Leikbær. Einn leikfangakassinn þar innihélt, til að mynda, tvær byssur og hvellettur. Tilvalið fyrir góða vini. Í marga daga suðaði ég um þennan kassa í pabba. Ég vissi að þessi kassi var lykillinn að velgengni í hverfinu. En alltaf var svarið það sama: Nei!
Svo var það einn morguninn að ég vaknaði fyrstur allra. Læddist fram í eldhús, klifraði upp á borð og teygði mig í veski upp á ísskáp. Þennan morgun var veskið óvenju úttroðið. Það geymdi þrjátíu þúsundkalla, í það minnsta, og kassinn minn kostaði bara einn! Verðið vissi ég upp á hár eftir ótal ferðir í Leikbæ, bara til að skoða allt og góna á kassann - 1000kr. Veskið fór aftur upp á ísskáp, örlítið léttara.
Úti á túni, fyrir framan blokkina mína, var fyrsti hverfisgemlingurinn á fætur að leik. Strákur að nafni Aron. Ég hljóp til hans og sagði honum með æðibunugangi að pabbi hefði gefið mér þúsundkall og nú ætlaði ég í Leikbæ. "Þúsundkall!?! -kreisti hann út og slóst með í för.
Í minningunni valhoppum við tveir inn í Leikbæ. Ég slengi peningum á borðið og bendi á kassann minn. Þetta var svo sannarlega dagurinn sem allt mitt líf hafið gengið út á. "Ertu alveg viss um að foreldrar þínir leyfi þér að kaupa svona dýrt dót?" - spurði konan á bak við borðið, og ég svaraði um hæl, "Auðvitað!", - stórhneikslaður á því að hún skildi efast um örlæti pabba míns, "Þau eiga helling!".
Í hjólageymslunni í blokkinni tökum við Aron upp úr kassanum, hlöðum hvellettunum í byssurnar og hlaupum út. Nú í dag grunar mig að þetta hafi í raun verið rásbyssur sem keyptum, því ekki hafði nema einu skoti verið hleypt af þegar fyrir hornið kemur askvaðandi krakkahópur, með bróður minn í fararbroddi. Krakkaskríllinn bendir á mig og beinir orðum sínum til Arons, "Hann stal pening frá pabba sínum!". Aroni greyinu verður við eins og byssa hans logi af hreinsunareldinum. Hún flýgur hátt upp í loft og lendir á túninu um það leiti sem Aron kemur sér fyrir aftast í þvögunni. Ég ligg í, að mér finnst, tíu metra djúpri holu og horfi upp til krakkanna allt í kring um mig.
Það undraðist ég þó mest að engar skammir fékk ég frá pabba. Þess í stað fékk ég að heyra yfirvegað tal um heiðarleika og gildi peninga. Byssunum fékk hann skilað.
8 Comments:
Skammastín!
hahahahahha....hahahaa...hahaha...haha....hah..heh...ha?....huhummm...já eg hef heirt þessa sögu muahaha þetta er sígíld saga...ójá...ójá...en herru vi bara heirumst hmmmm e haggi?
jú jú :Þ blessaður(djúpradda)
wow það veit engin að eg eigi síðu wooooow eg er ein í heiminum...hallo....hallo...allo...llo...lo...o...huahhh(vindur)
Damn I´m weird....o well
Hvað var nú þetta?
Hvusslax hvenfólk þekkirðu eiginlega gúmbi?
Ekki vissi ég að þú ættir þetta til!!!!! svona strangheyðarlegur maður eins og þú ert hhmmmm...... varstu kannski að reykja í laumi líka??
kv. skarphéðinn
hahaha ég man eftir þessu en þú gleymdir að segja að þú sendir hrefnu inn til mömmu og pabba með afganginn, og hún sagði... guðmundur fór með bara 1 pening í leikbæ og fékk marga peninga til baka og brosti út af eyrum yfir feng bróður síns. kveðja dagmar
hahaha ég man eftir þessu en þú gleymdir að segja að þú sendir hrefnu inn til mömmu og pabba með afganginn, og hún sagði... guðmundur fór með bara 1 pening í leikbæ og fékk marga peninga til baka og brosti út af eyrum yfir feng bróður síns. kveðja dagmar
ugg boots
flip flops
ralph lauren outlet
canada goose outlet
ugg
flip or flop
cheap ugg
ugg australia
ugg
moncler jackets
201711.14wengdongdong
Skrifa ummæli
<< Home