laugardagur, maí 21, 2005

27.10.02

Eins og sjá má þá hef ég verið nokkuð latur penni síðustu vikur. Kannski hefur ekkert verið að gerast eða ég bara ekki haft mig í að tala um þá hluti sem í kring um mig gerast. Allavegana, þá hef ég vanrækt þig ... lesandann minn ... ég hef komist að þeirri niðurstöðu að í stað þess að þegja þá geti ég allteins skrifað niður gamlar færslur úr dagbókinni minni. Góða skemmtun.

Þegar ég var fimmtán ára þá skipti ég hárinu á mér í miðju kollsins. Ég held ég hafi gert það ómeðvitað, því að mér fannst hár bara vaxa þannig. Fannst að það kæmi upp úr kollinum og legðist niður þar sem halli væri. Allir þeir sem ekki voru með greitt í píku voru því að ögra náttúrunni.

föstudagur, maí 06, 2005

Úr lausu lofti gripið:
Pólverji: "Súper gott!...súper gott!
Breti: Yes....it´s Super-Cod!