Enn eina sögu verð ég að segja af greyinu Thomasi, þó svo að hann sé löngu farinn. En fyrir stuttu heyrði ég af honum nokkuð sem ég hafði ekki heyrt fyrr.
Þannig var það einn dag, eftir að vinnu lauk, að verkstýran átti leið fram hjá stakkageymlunni og heyrði þaðan einhver læti. Hún opnar þar hurð og stingur nefinu inn. Þar fyrir innan sér hún Thomas karlinn í hörku slag við stakkinn sinn, eða öllu heldur hékk þar stakkur hans á snaga og hann var í óða önn við að kýla úr honum "líftúruna" og bölva honum um leið. Hún spyr varfærnislega: "Are you all right?", - hann stoppar, lítur upp og segir, " Yes, I´M all right!", - en lítur svo á stakkinn, líkt og öðru máli gegni um hann.
Verkstýran dregur höfuðið aftur til baka, hallar hurðinni og gengur burtu með hljóðin af nokkrum vel völdum bóndahöggum í bakgrunni.
Þannig var það einn dag, eftir að vinnu lauk, að verkstýran átti leið fram hjá stakkageymlunni og heyrði þaðan einhver læti. Hún opnar þar hurð og stingur nefinu inn. Þar fyrir innan sér hún Thomas karlinn í hörku slag við stakkinn sinn, eða öllu heldur hékk þar stakkur hans á snaga og hann var í óða önn við að kýla úr honum "líftúruna" og bölva honum um leið. Hún spyr varfærnislega: "Are you all right?", - hann stoppar, lítur upp og segir, " Yes, I´M all right!", - en lítur svo á stakkinn, líkt og öðru máli gegni um hann.
Verkstýran dregur höfuðið aftur til baka, hallar hurðinni og gengur burtu með hljóðin af nokkrum vel völdum bóndahöggum í bakgrunni.