Nykur, sem og nennir er kallaður eða vatnahestur, er bæði í ám og stöðuvötnum og jafnvel á sjó. Hann er líkastur hesti að öllu skapnaðarlagi, oftast þó grár, en stundum brúnn, og snúa allir hófarnir aftur, hófskeggin öfugt við það sem er á öðrum hestum; þó er hann alls ekki bundinn við þessi einkenni; hitt er honum eiginlegt að hann breyti sér snögglega á ýmsa vegu að eigin vild. Þegar sprungur koma á ísa á vetrardag verða þar af dunur miklar; segja menn þá að nykurinn hneggi. Hann kastar fyli eins og hestar, en allt í vatni, en þó hefur það borið við að hann hafi fyljað hross manna. Það er einkennilegt við alla þá hesta sem undan nykur eru að þeir leggjast niður hvort þeim er riðið eða þeir bera bagga yfir vatnsfall sem vætir kvið þeirra, og hafa þeir þá náttúru af nykrinum því hann heldur sig á landi við ár og vötn sem ill eru yfirferðar: er hann þá spakur og tælir menn til að ríða sér yfir. Þegar það hefur borið við að menn hafi farið honum á bak hleypur hann óðar út í vatnið og leggst þar og dregur þá með sér, er á sitja, niður í vatnið. Ekki þolir nykur að heyra nafn sitt eða nokkurt orð er því líkist, þá tekur hann viðbragð og hleypur í vatnið.
(Úrdráttur úr:
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri,
eftir Jón Árnason)
(Úrdráttur úr:
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri,
eftir Jón Árnason)
2 Comments:
mercurial superfly
oakley sunglasses
bcbg max azria
herve leger dresses
lunette oakley
rayban
mulberry handbags
softball bats
ray ban pas cher
air max
2018.1.9chenlixiang
adidas tubular x
hermes
vapormax
yeezy shoes
coach outlet
nike air max
off white clothing
yeezy supply
jordan store
kobe sneakers
Skrifa ummæli
<< Home